Hver var Þórður?

23 Okt

savnfridur-whats
Í næsta þætti af Popp- og rokksögu Íslands klárum við íslenska hipparokkið og siglum svo poppvængjum þöndum inn í seventísið þegar meikdraumar í útvíðum buxum urðu að engu. Ein sveitanna sem við tökum fyrir er Svanfríður, mikið rokkband, sem kom m.a.s. saman fyrir nokkrum árum í geðveikt skemmtilegu kombakki. Eina LP plata Svanfríðar heitir What’s Hidden There? (1972)  og hefur á undanförnum árum átt rosagott kombakk og verið endurútgefin bæði löglega og ólöglega. Plötuumslag Svanfríðar-plötunnar verður að teljast með þeim flottustu í Íslandssögunni. Í umslaginu stendur aðeins að „Þórður“ hafi teiknað myndina. Þórður hver? Þórður húsvörður?

Hver var þessi Þórður? Þessi spurning hefur stundum sótt á mann. Afhverju veit maður ekkert meira um „Þórð“ þótt hann hafi greinilega verið algjör snillingur. Nýlega var ég að sniglast í N1 í Vatnsmýrinni þegar afgreiðslumaðurinn, Sæmundur Jóhannesson, fór að tala við mig um „Þórð“. Ég sperrti eyrun.

Þórður var einrænn og drykkfelldur strákur, sem Sæmundur og mágur hans hittu stundum. Þórður seldi stundum myndirnar sínar fyrir brennivín. Sæmundur sagði að Þórður hafi borið myndir sínar undir Alfreð Flóka, en það hafi bara hnussað í Flóka – hann hefur kannski séð óæskilegan keppinaut í Þórði. Þórður fór aldrei í neitt listnám, sagði að það gæti enginn kennt sér neitt nema Salvador Dali (greinilega mikill áhrifavaldur). Sæmundur á þrjár myndir eftir Þórð sem hann sýndi mér. 

þórður-fæðing
FÆÐING

þórður-völundarhús mannsins
VÖLUDUNARHÚS MANNSINS

þórður-inn í eilífðina
INN Í EILÍFÐINA

Þessar myndir eru frá svipuðu leiti og Svanfríðar-platan kom út. Sæmundur gat sagt mér að Þórður hafi verið Þorgrímsson, en hann gat ekki sagt mér mikið um það hvað gerðist næst í lífi listamannsins. Ein sturluð staðreynd samt: Þórður var fæddur 1956 sem þýðir að hann var aðeins 16 ára þegar hann teiknaði Svanfríðar umslagið. Sextán ára!

Þórður lést 2006. Ekki ein minningargrein birtist um hann. Sé hans leitað á timarit.is birtist ekkert.

Frekari upplýsingar eru vel þegnar.

6 svör to “Hver var Þórður?”

 1. Kristján Valur október 23, 2015 kl. 9:44 f.h. #

  Var Þórður ekki í fremri röð skv. myndatextanum?

  • drgunni október 23, 2015 kl. 9:50 f.h. #

   Skarplega athugað og alveg rétt. Takk! Búinn að laga.

   • Njalli október 23, 2015 kl. 9:58 f.h. #

    Aldur Þórðar passar samt betur við manninn fyrir ofan. Þórður ætti að hafa verið fertugur þegar myndin var tekin.

 2. Björgvin Valur Guðmundsson október 23, 2015 kl. 4:46 e.h. #

  Þórður Þorgrímsson sem er á þessari mynd er ennþá á lífi og líklega fæddur um 1940. Kallaður Doddi á Selnesi. Hann er trésmiður og bjó á Breiðdalsvík þangað til hann flutti til Reykjavíkur um síðustu aldamót.

  • drgunni október 24, 2015 kl. 5:56 f.h. #

   Takk fyrir það! Þá er nú best að fjarlægja öll vegsummerki um Dodda á Selnesi við þessa færslu.

 3. Stefán Ólafsson október 26, 2015 kl. 8:05 e.h. #

  Flottir þættir hjá þér Doc. Bíð spenntur eftir framhaldinu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: