Rappárið 2015

27 Okt

Það er engum kalkipappírum um það að fletta að íslenska rappið hefur komið sterkt inn í ár og nánast átt poppmarkaðinn. Þetta hefur ekki gerst síðan 2002 þegar vinsældir fyrstu plötu XXX Rottweilerhunda komu af stað sannkölluðu rappæði (13 rappplötur komu út það ár). Það var þó fullkomið óverdós og rappbylgjan koðnaði niður.

Nú er allt í gangi í rappinu. Menn eru kannski ekki að gefa út plötur í umvörpum (enda konseptið „plata“ á hröðu undanhaldi). Í staðinn droppar fólk lagi á Youtube með gríðarlega vönduðum myndböndum. Hér eru nokkur dæmi.


GKR lýsir unglingalífi á raunsannan hátt í litríku myndbandi. Hann vaknar og fær sér morgunmat (og kannski súrmjólk í hádeginu?)


Herra Hnetusmjör er ungi úr Kópavogshreiðri Blaz. Liðið vill taka með honum selfie. Eðlilega.


Hér eru þau komin, G-Karat og $igmund. Þau hljóta að vera í MH, allavega er lagið ættað frá NFMH. Þau eiga þetta sjitt og spila leikinn rétt.


Úlfur Úlfur eiga eina af plötum ársins, Tvær plánetur. Þeir áttu myndband ársins í fyrra (Tarantúlur, frá Bíladögum á Akureyri) og eru ekkert að slaka á snilldinni í ár. Hér eru homeboys Snorri Helga og Vignir í Agent Fresco í aðalhlutverki.


Fyrirætlanir Emmsjé Gauta um að gera plötu í ár hafa eitthvað hliðrast til vegna starfa hans í Ísland Got Talent. Hann fór þó á kenderí með Strákunum um daginn.


Bentarinn er enn að misþyrma á sér lifrinni í nýjasta stykkinu, Baraseira. Geitur og Guðni Ágústsson eiga stórleik í videóinu. Bent gerði geðveikt töff lag og videó fyrr á árinu, Í næsta lífi, og var þá líka að slafra í sig. Þetta hlýtur að enda vel. 


Í nýjasta framlagi Reykjarvíkurdætra fá þær Tanyu Pollock með sér í púkkið. Þær eru komnir í náttúruverndarsamtökin sem er gott. Pú á jakkafatasmjörkúkana! Meistari Ómar Ragnarsson á gott innslag.

Er framtíðin björt? Uuu… JÁ!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: