Typpið á Jóni Gnarr

3 Nóv

Typpið á Jóni Gnarr er í aðalhlutverki í Útlaganum sem ég er búinn að lesa. Í stuttu máli er þetta æðisleg bók sem ég slafraði í mig eins og  langsoltinn úlfur að slafra í sig lambsfóstri. Hinar uppvaxtarbækurnar eru líka æðislegar en þessi er æðislegust. 

Sem aðdáandi Tvíhöfða er það næstum sjokk að heyra Jón tala um typpið á sér og kynlíf og áhuga á því, vegna þess að Tvíhöfði sneiddi vandlega hjá því að tala um þessi mál, sérstaklega ekki á svona nærgöngulann og persónulegan hátt. Jón lýsir því hvernig hann vaknaði til lífsins með fyrstu standpínunni og svo hafi typpið ráðið för næstu árin. Þetta er upplifun flestra stráka og ekkert til að skammast sín fyrir. Mjög fáránleg typpaaðgerð og eftirköst hennar eru líka miðlæg í sögunni, sem og gríðarlegur áhugi á Crass og þessi leit hins einelta Jóns að sjálfstrausti og tilgangi.


Crass var enskt pönkband sem Grammið fór að flytja inn plötur með 1981. Ég var kannski ekki jafn heitur og Jón, en maður lá og hlustaði á Crass með umslögin og las kjarnyrta textana. Ég var reyndar lélegur í ensku framan af, svo ég hef ekki náð helmningum af þessu. Ég kannast við flest annað í bókinni, napran reykvískan veruleika áður en borgin var iðandi af lífi (takk túristar), partíhangs og sukk. Ég var þó algjört chicken í þeim efnum og drakk bara minn landa.

Ég hef ekkert út á bókina að setja nema ég tók eftir því að á einni blaðsíðunni kemur „afskaplega“ fyrir fjórum sinnum á mjög stuttu millibili. Ritstjóri eða próförk hefði átt að sjá þetta fyrir prentun. Það ættu allir að lesa þessa bók – eins ógeðslega fyndin og hráslagaleg og hún er – sérstaklega þó ungt fólk (strákar) sem er í svipuðum sporum í dag. Typpið á Jóni Gnarr fær fimm stjörnur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: