Smári Tarfur og hvalrekinn

10 Nóv

2015-11-09 17.28.02
Ævintýraferð um ævintýralandið í gær með nokkrum góðum Airwaves gestum. Þingvellir mættu fjölga klósettum og ruslafötum. Ég pissaði nú bara út í loftið og slapp við túristagláp. Samt var slatti af túristum á svæðinu. Seljalandsfoss er orðinn mega attraksjón. Fólk er svo æst í að fara á bakvið fossinn. Þar kom sjoppa fyrir 2 árum og nú hefur bæst við minjagripakofi. Á sumrin situr Smári Tarfur við fossinn, spilar ljúfa hugleiðslumúsík og selur grimmt diska með slædgítar og fossahljóðum. Sniðugur. Við hittum hann þegar við komum í hið stórkostlega Skógarsafn. Hann vísaði okkur að hvalreka í fjörunni fyrir neðan Skóga. Það var nú hápunktur ferðarinnar enda ekki í neinum túristabæklingi. Þetta var Búrhvalur (sagði Smári allavega), eða „Sperm Whale“ eins og þeir heita á ensku. Og sjá: Á dauðastundinni hafði búrhvelið „fengið úr honum“. Skrýtið að nærri mánuði síðar sé hvalabrundurinn enn á sínum stað. Ég var sá eini sem þorði að koma við hvalinn. Smell the glove. Hanskarnir eru í þvotti.

Það er gaman að sýna útlendingum landið okkar. Það er gaman að fara um það. Ísland er bara svo hrikalega spes og flott. Látum það verða þannig áfram – plís ekki hugsa bara um núið þið þarna peningapungar í jakkafötunum.
2015-11-09 17.27.36

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: