Konur vantar í hópsöng

1 Des

Í dag er Dagur íslenskrar tónlistar. Af því tilefni munu helstu útvarpsstöðvar landsins spila þrjú íslensk lög samtímis kl. 11.15. Markmiðið er að fá börn í skólum og leikskólum, fólk á vinnustöðum og alla alls staðar til að kveikja á útvarpinu klukkan 11.15 og syngja með! Lögin þrjú eru Bláu augun þín, Krummi krunkar úti og Eurovision-lag Frikka Dórs, Í síðasta skipti.

Þetta 100% karllæga lagaval fer illa í félagsskapinn KÍTÓN – Konur í tónlist. „Þetta val er alls ekki í takt við þá jafnréttisumræðu sem er í gangi á Íslandi í dag og langt í frá boðlegt. Við viljum því skora á þau félög sem eiga aðild að Samtóni, STEF, SFH, FTT, FÍH, TÍ og FHF að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þessi vandi er skoðaður og viðurkenndur auk þess sem settar eru fram tillögur að aðgerðum til að leiðrétta þann mikla kynjahalla sem er við lýði í tónlistariðnaðinum öllum,“ segja þær í yfirlýsingu.

Þetta er ágætis ábending. Það þarf að halda okkur karlpungunum við efnið. Ýmis lög eftir konur hefðu sómt sér vel í þessum fyrirhugaða hópsöng. Kannski Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs, Svart hvíta hetjan eftir Dúkkulísur, Böring með Q4U, Sísí með Grýlunum, Fráskilin að vestan eftir hálfsysturnar Kolbrúnu Hjartardóttur og  Lindu Björk Sigurvinsdóttur og By and By með Lay Low, Jungle Drum með Emilíönu Torrini, Army of me með Björk og Kónguló eftir Hafdísi Huld – þ.e.a.s. ef þessi lög væru til á íslensku. Ég er að gleyma einhverju – hverju? Ég trúi ekki öðru en að lög eftir konur komi sterkar inn næst.

Tfa-punk-logo-allie-doersch-highres_1250
Talandi um konur og músík þá mæli ég óhikað með plötunni Fleetwood Max með hljómsveitinni Tófu. Tófa pönkar stíft og skemmtilega og er með hina amerísku Allie Doersch í sönglínunni og þrjá karlpunga þar að auki, m.a. út hljómsveitunum Rökkurró og For a Minor Reflection. Það er hugur í sveitinni og hún ætlar að gera aðra plötu á næsta ári.

2 svör to “Konur vantar í hópsöng”

  1. Óskar P. Einarsson desember 1, 2015 kl. 8:24 f.h. #

    Samdi Jóhann G ekki öll Grýlulögin? Just sayin’…

    • drgunni desember 1, 2015 kl. 9:41 f.h. #

      Nei hann samdi bara „Fljúgum hærra“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: