Strokkað til forna

3 Des

(FYRIRVARI: Þetta blogg er höfundaréttarvarið og aðrir vefmiðlar mega því ekki hirða upp úr því, til þess eins að vitleysingar út í bæ geti óhindrað kommentað á innihaldið.)

Internetið og almenn tölvunotkun er mesta bylting sem ég hef upplifað. Það má með sanni segja að heimssögunni megi skipta upp í „fyrir net“ og „eftir net“. Egill Helgason skrifar um klám til forna og ég ætla að bæta aðeins í þá umræðu.

Eins og með internetið varð algjör bylting í lífi mínu þegar ég fékk „hár á punginn“ og byrjaði að strokka mig. Það var strokkað alla daga, oft á dag. Það var strokkað með öðrum og strokkað í einrúmi. Ekkert klám var í boði þarna í kringum 1980 svo strokkað var með „frjálsri aðferð“. Ýmsar aðferðir voru reyndar til strokkaukaunaðar og riðlast á sessum í sófa jafnt sem senórítudúkku sem foreldrar mínir komu með frá Kanarí. Svo ekki sé minnst á ryksuguna.

Á trésmíðaverkstæðinu sem mamma skúraði var glennistór mynd af berum kvenmanni yfir einhverri vél. Við myndina strokkaði ég á meðan mamma skúraði á næstu hæð fyrir ofan. Mágur minn var kokkur á millilandaskipi og þegar ég flæktist einu sinni með um borð varð mér starsýnt á nektarmynd af konu. Hún var með gráhærða píku og ég hafði aldrei séð svoleiðis áður. Hún var lengi í rúnkminninu.

Það var stundum verið að rífa hús í Kópavoginum og í minningunni voru alltaf einhver klámblaða-rifrildi í rústunum. Ég sóttist því í að mæta á vettvang og gramsa. Einu sinni fann ég heillegt Raport blað og hirti. Það var hvílíkt raríte að ég setti það í plastpoka og gróf í garðinum. Miðað við endalausan og óheftan klámaðganginn í dag líður mér eins og manni frá fornöld að segja frá þessu.

Pabbi byrjaði með innrömmun 1978 og keypti stundum rammaefni frá Danmörku. Með í kassana var pakkað dönskum dagblöðum og þannig kom Ugens pige sterk inn. Ég klippti allar píurnar út og límdi á A4 blöð sem ég setti í möppu sem ég dulbjó sem „Skemmtileg lög“. Þetta kom mér í koll eitt gamlárskvöld þegar búið var að neyða mig til að spila partílög á gítar og ein vinkona mömmu reif niður möppuna og sagði „Hér eru lög sem þú getur spilað“ og fór að fletta. Ég ætlaði að sjálfssögðu niður úr gólfinu en Guðni frændi minn glotti og hló.

Þegar á leið fattaði ég fornbókabúðirnar og var meira að segja í hljómsveit sem hét Stuna úr fornbókaverslun. Þar sem sjoppan Drekinn er núna var alræmd búð. Sagt var að eigandinn sæti á klámblöðunum og ræki við og jafnvel skiti í buxurnar svo ég verslaði aldrei þar. Mig minnir ég hafi mest átt viðskipti við fornbókabúðina á Hverfisgötu þar sem Safnaramiðstöðin er núna. Klámblöðin voru oftar en ekki í ömurlegu ástandi, blaðsíðurnar límdar saman enda heilu áhafnirnar væntanlega búnir að brúka blöðin. Með myndbandabyltingunni vænkaðist rúnkhagurinn mikið, en þetta var alltaf bölvað vesen.

Ég er ábyggilega skemmdur fyrir lífstíð eftir allt þetta strokk en þó ekki í sama mæli og strákar sem eru að hefja sinn strokkferil í dag – hugsa ég. Klám er beinlínis alltum lykjandi á internetinu og það er nauðsynlegt að fræða ungdóminn um þetta allt saman, án þess að það sé gert á hallærislegan hátt. 

PS: Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því hversu algengt það var að hingað til lands kæmu nektardansmeyjar til að striplast og sýna á sér píkuna. Þetta var reyndar aldrei í boði á mínum tíma (ég var uppi á milli „Susan baðar sig“ og Pan-hópsins), en fiftís, sixtís og seventís voru hljómsveitir oft að spila og síðan kom einhver útlend stelpa í pásu og fór úr öllu. Ég skrifaði blogg um þetta fyrir nokkrum árum, Nektardans á Íslandi til forna.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: