Frægur Jólasatan fær sér pulsu

4 Des

11109005_703806549742032_8216651779059808132_n
Í tísku er að tala um „Fræga“. Örugglega Eiríkur Jónsson sem byrjaði á þessu. Frægir í samkvæmi, Frægir í kjól, o.s.frv. Langbesti vinkillinn á þessu Frægra-kjaftæði er Frægir fá sér pulsu síðan á Facebook. Þar birtast myndir af frægum að fá sér pulsu á Bæjarins bestu, auk pulsutengdra upplýsinga. Um daginn náðist þessa fína mynd af mér og Lalla Johns.

Jólalagakeppni Rásar 2 stendur nú yfir. Reyndar er ekki búið að tilkynna hvaða lög eru í forvalinu. Einn þeirra sem sendi inn er Páll Ivan frá Eiðum. Lagið hans heitir Jóla Satan og er klárlega langbesta lagið í ár. „Skreyti tré með heitu brundsæði“ er ein línan, svo nú reynir á víðsýni dómnefndar jólalagakeppninnar. Annars er Páll Ivan frá Eiðum algjör snillingur sem hefur búið til fullt af tónlist en ekkert gefið út. Ef ég væri að spá hver yrði næsta öndergránd-stjarna myndi ég halda að það yrði hann.

Eitt svar to “Frægur Jólasatan fær sér pulsu”

  1. Jón desember 15, 2015 kl. 11:02 f.h. #

    Páll Ívan frá Eiðum var líka með magnað jólalag í fyrra, Jólin eru fyrir aumingja:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: