Á nótum æskunnar

12 Des

laugardagssídan
Gamlir í hettu ögrandi tilraunaraftónlistar eru piltar tveir, Jóhann og Guðmundur, sem kalla sig eftir danskri risaeðlu, REPTILICUS. Þeir hafa nú sent frá sér nýjan disk, Music for Tectonics, þar sem unnið er nýtt efni upp úr upptökum sem gerðar voru á Tectonics hátíðinni. Electronic Music Foundation í New York og Tornoto gefur út. Hér er heimasíða Reptilicus með frekari upplýsingum og hér er treiler:

Jóhann er einnig í bandinu GJÖLL með Sigurði ræflarokk, aka Sigga pönk (yngri). Gjöll var að gefa út disk hjá Ant-Zen í Þýskalandi, og eru þeir nýkomnir aftur úr frægðarför á Machinenfest. Gjallardiskurinn heitir The background static of perpetual discontent og er akkúrat hér á Bandcamp.

Flóttaleið frá jólalagakeppni Rásar 2 og lögunum 12 sem við eigum yfir höfðum okkar í Söngvakeppninni er útgáfudvergurinn Lady Boy Records. Nýjasta útgáfan er 5″splittari með Pink Street Boys og Godchilla, en framundan á útgáfuplaninu eru ný safnkassetta; kassetta með Anda (Andra Eyjólfssyni) sem býr til italorafnæsara; kassetta með æla-á-pung sveitinni Panos from Komodo og kassetta með dúettnum Farmacia frá Argentínu, sem gerir „skrýtna“ tónlist.


Þetta er lagið NEWS með RAFGASHAUS. Töff.

a4290911840_10
Húsavík var einu sinni sullaveikt pleis þegar kom að pönki. Ein sveitanna sem þar stóð fyrir hávaða bullsveitt í frostinu var ROÐ. Nú hefur loksins tekist að koma út plötu sem ROÐ tók upp 1997-1998, Draghreðjandi.

efm9BXb2ATxiF9RcCeLDfIlQWMUoeqRB8qf3vrYtKxs
Nýjasta platan með Stafrænum Hákoni heitir Eternal Horse. Þar er minna súrmeti á trogum en vanalega og meira hanastél og kokteilpinnar. Adult indie. Hljómsveitin syngur um andlegu bræluna á fyrsta smelli plötunnar, Bræla:

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: