Unaðslega Norður Kórea

17 Des

Var með Jóni Óskari í Víðsjá (besti þátturinn) um daginn að tala um hina stórkostlegu bók Bítlarnir telja í. Jón tók með sér bók sem var búin að vera í láni hjá honum í tuttugu og eitt ár. Hann gerði nefnilega umslagið fyrir æ með unun og vann artvorkið upp úr bók sem ég hafði fundið í ruslatunnu hjá fyrrverandi tengdaföður mínum, Bjarna Þjóðólfssyni magalækni. Og þetta er engin smá bók. Þetta er áróðursbók frá Norður Kóreu, Juche Art, sem gefin var út í Pyongyang 1976. Bókin er prentuð á þykkan glanspappír og hvarvetna má finna visku frá Kim Il Sung og glæsilegar ljósmyndir af því sem hæst bar í menningarlífi Norður Kóreu 1976.

Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Brilliant Revolutionary Tradition of Juche Art / Revolutionary Film Art / Revolutionary Operatic Art / Revolutionary Circus Art / Revolutionary Plastic Art (myndlist). Til skemmtunar alþýðu Íslands birti ég hér nokkrar fallegar myndir úr bókinni, ekki síst til að blása öreigum vonarneista í brjósti og von um glæstari framtíð. Smellið á myndir fyrir stærri og unaðslegri myndgæði.

nk01
nk07
  nk04
nk03
nk02
nk05
nk06
nk08

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: