Japanskur Almar x100

28 Des

download (15)
Almar í kassanum á sér japanska hliðstæðu. Tomoaki Hamatsu heitir hann, en var aldrei kallaður annað en Nasubi (Eggaldin) vegna þess að hann þótti minna á eggaldin í framan. Hann varð stærsta sjónvarpsstjarna Japans í kringum 2000. Ég heyrði af honum í hinum frábæra þætti This American Life (#568).

Í stuttu máli var þetta svona: Nasubi var valinn úr stórum hópi upprennandi grínista sem vildu athygli. Hann var settur í herbergi, látinn afklæðast öllu og sagt að það væri bara verið að taka hann upp fyrir hugsanlegan þátt í framtíðinni. Í herberginu var enginn matur eða vatn, bara fullt af tímaritum. Þátturinn gekk út á að Nasubi átti að senda eftir vinningum sem auglýstir voru í blöðunum (sweepstakes) og þegar hann næði að safna sér 1.000.000 Yenum hefði hann unnið. 

Hann fékk ekkert að éta í tvær vikur nema brauðmola og vatn svo hann sylti ekki í hel. Eftir tvær vikur kom loksins kíló af hrísgrjónum og svo duttu allskonar vinningar inn, m.a. dót sem hann hafði ekkert að gera við, reiðhjól og föt sem hann passaði ekki í. Hann fékk aldrei nein föt sem hann gat notað svo hann var allsber allan tímann. Það sem Nasubi vissi ekki var að fljótlega var farið að senda út læf frá herberginu og svo „best of“ safnað í þætti. Teiknimynda-eggaldin var sett yfir slátrið á honum og allskonar boing boing hljóðum bætt við sjóið til að gera eymd og einsemd hans sem spaugilegasta (Japanar eru klikk!)

Hann varð fljótlega megahitt með metáhorf. Dagbækur hans komu út og fengu metsölu. Nasubi viss ekki neitt.

Eftir 335 daga slapp Nasubi loksins. Hafði þá safnað andvirði milljón Jena. Honum var flogið til S-Kóreu, fékk einn dag í ferðamennsku en var svo tekinn aftur í nákvæmlega eins herbergi og sagt að nú ætti hann að halda áfram og safna sér fyrir farinu heim.

Þess má geta að herbergin voru alltaf ólæst, en Nasubi vildi standa sig og halda loforðið og fór því hvergi. Eftir fjóra mánuði var hann búinn að safna fyrir farinu til baka til Japans. Enn á ný var hann tekinn í enn eitt herbergið, alveg eins og hin. 

Nasubi andvarpaði bara og fór úr öllu. Þá hrundu veggirnir og Nasubi fattaði að hann var í miðju stúdíói með mörg hundruð áhorfendum allt í kring. Grínið var búið.

Nasubi átti erfitt með að halda uppi samræðum og klæðast fötum næstu mánuðina en virðist að öðru leiti hafa sloppið þokkalega heill út úr þessu rugli. Þátturinn heitir Susunu! Denpa Shōnen og þar hafa keppendur lent í allskonar öðrum mannraunum, engum þó eins frægum  og Nasubi.

Hér er „best of“ Nasubi:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: