Einangraðasta fólk í heimi

10 Jan

1373228422-0
Á North Sentinel eyju er „ósnert fólk“ – ættbálkur sem enginn hefur heimsótt. Þau brjálst ef einhver ætlar í land og vilja ekkert af umheiminum vita. Fólk sem reynir að nálgast þau er rekið burt með örvum og spjótum. Þau hafa aldrei farið á Twitter eða hætt á Facebook.

Það er eitthvað spennandi við svona lið. En samt ekki. Er þetta ekki allt orðið úrkynjað og búið að eiga börn með frænku sinni langt aftur í aldir? Myndi maður nenna að stara á tré allan daginn, ef maður getur farið á Facebook og lesið um annað fólk að stara á tré? Hvað er um að vera þarna? Hvernig eyða þau tímanum? Nennir þetta fólk ekki að vinna eins og venjulegt fólk? Ég myndi allavega ekki – vitandi af nútímaþægindum – nenna að safna kókoshnetum allt mitt líf, stara á tré og búa til nærbuxur (úr hverju eru þessar nærbuxur?) og aldrei fá að hlusta á pönk, láta mér hlakka til að fara til útlanda, drekka kaffi og fara í bíó, án þess að ég sé að fullyrða um að mitt líf sé eitthvað „betra“ en þeirra. Líf eins og það var fyrir 10.000 árum er bara ekkert sérlega spennandi. 

Samkvæmt Wikipedia er þetta einangraðasta fólk í heimi því það hefur beinlínis aldrei neinn annar komið þarna og kynnst lífsháttum eyjaskeggja. Wikipedia listar upp nokkra „ósnerta ættbálka“ en þessir eru taldir „the most isolated people in the world, and they are likely to remain so“ – Indlandsstjórn hefur allavega engin plön um að fikta við þeim. Viljum við að rík gamalmenni á lúxusskipum geti komið í land og keypt úrskornar tréstyttur af fólkinu? Þau eru líka svo næm fyrir sjúkdómum og myndu deyja ef þau fengju kvef.

Ég hef líkað Facebook-síðu eyjarinnar. Sjáum til hvað gerist næst. Líklega ekki neitt.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: