Þrítugir Sykurmolar heiðraðir

2 Apr

Enn heldur Popp- og rokksaga Íslands áfram á RÚV. Í níunda þætti sem sýndur verður annað kvöld (sunnudagskvöld) eru Sykurmolarnir og landvinningar þeirra í brennidepli auk þess helsta sem var að gerast á þessum árum 1986-1992 (sirka). Kitla hér.

Í sumar verða liðin  30 ár  síðan Sykurmolarnir voru stofnaðir. Til að minnast þeirra tíðinda hefur Wim Van Hooste, Belginn knái sem er einn bandbrjálaðasti áhugamaður um íslenska tónlist í heiminum (og heldur m.a. úr ROKMUSIK til að kynna íslenska tónlist), blásið til Sykurmola tökulaga-átaks. Hann hvetur hljómsveitir og listamenn til að taka lög Sykurmolanna, setja á Youtube, Bandcamp, Soundcloud, Vimeo o.s.frv. og merkja afraksturinn með myllumerkjunum #ROK og #Sugarcubes – eins skal henda þessu inn á Facebook síðu ROKs.

Eða eins og Wim segir sjálfur: Almost 30 years ago, KUKL transformed into the surrealistic blue eyed pop band The Sugarcubes (Sykurmolarnir). Soon the puffin eaters were on the cover of some British magazines and they hit the North Atlantic & UK charts with hits like “Hit”. After Life’s too good, Here today, tomorrow next week, Stick around for joy, it was It’s it.

To honour the Björk & Co. (Einar Örn, Siggi, Magga, Bragi & Þór) bunch, ROK invites and challenges musicians to cover a bitter sweet Sugarcubes song and post it on Soundcloud, Bandcamp, YouTube, Vimeo, with the tags “ROK” and “Sugarcubes”.

Please post it on ROK’s Facebook page as well before 8. June 2016: https://www.facebook.com/rokmusik

.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: