Hrísey er ekki Grímsey!

6 Ágú

Spoler alert: Ekki lesa lengra ef þú veist ekki úrslitin úr síðasta Popppunkti.

 

Nú er komið á hreint að það verða Grísalappalísa og FM Belfast sem keppa til úrslita í Popppunkti nk. föstudagskvöld. FM Belfast sigraði Amabadama í þætti gærkvöldsins. Það er með grátstafinn í kverkunum að ég greini frá tveimur villum í þættinum í gær. Fyrir það fyrsta kom „Stanslaust stuð“ Páls Óskars út fyrst á plötunni Stuð en ekki Seif. Lagið kom reyndar líka út á Seif, en í annarri útgáfu. Ekki skil ég hvernig grautarhausinn sem semur spurningarnar gat fokkað þessu upp. Elliglöp?

Öllu alvarlegri mistök áttu sér stað þegar spurt var um Ljótu hálfvitanna og 3ja stiga vísbendingaspurningu slengt fram sem átti að sýna Hrísey. Síðasta plata Hálfvitanna heitir einmitt Hrísey. Í staðinn fyrir Hrísey kom mynd af Grímsey, en það kom reyndar ekki að sök því FM Belgast með Borko í fararbroddi kom með rétt svar. 

Ég hef komið til Hríseyjar og ætti að vita að þar er enginn flugvöllur eins og í Grímsey (sem ég hef ekki komið til). En stundum er fattarinn ekki skárri en þeitta. Mistökin eiga sér rætur í myndaleit Google og þeirri staðreynd að Grímsey er á þessari mynd á síðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um læknisþjónustu í Hrísey. Þar rugla þeir eyjunum saman líka. 

Vil ég biðja íbúa Hríseyjar og Grímseyjar, svo og landsins alls, afsökunar á þessum mistökum. Í dag mun ég vera með glerbrot í skónum til áréttingar iðrun minni.

PS. Horfði á ágæta mynd í gær: Sing Street.

2 svör to “Hrísey er ekki Grímsey!”

  1. Einar Örn Stefánsson ágúst 6, 2016 kl. 6:31 e.h. #

    Það er reyndar flugvöllur í Hrísey – 600 metra langur, ef ég man rétt.

    • Einar Örn Stefánsson ágúst 9, 2016 kl. 4:18 e.h. #

      Flugvöllurinn í Hrísey er 500 x 19 metrar, skv. upplýsingum af netinu. Semsagt 500 metra langur og 19 metra breiður. Þá höfum við það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: