18 ára gamalt NOVA-snapp

5 Sep

Djammið. Alltaf að breytast, alltaf eins. Árið 1998 gerði Unun (sem þá var skipuð mér og Heiðu aðallega) plötuna Ótta, sem varð hálfgert flopp (miðað við plötuna æ (1994) allavega). Hin fínasta plata þó, þótt ég segi sjálfur frá. Eitt af lögunum var Geimryk, sem við fengum síðar verðlaunaleikstjórann Rúnar Rúnarsson til að gera videó við. 

Við fylgjumst með tveimur unglingsstelpum (sem ég veit því miður ekki hvað heita) heima hjá sér og síðan á veitingahúsinu 22. Þar eyddi ég flestum helgum í Níunni og örugglega nokkrum milljónum á barnum. Þetta eru sagnfræðilega spennandi myndbrot. Fólk er að reykja inni og við sjáum nokkra meistara sem héngu þarna, hinn mikla Móða sem sat alltaf á sama stað, Jón Örn er þarna á stuttbuxunum og Hansi er dyravörðurinn sem hendir hetjunni út. Það er ekki laust við að mig langi í Kaptein í kók þegar ég horfi á þetta.

3 svör to “18 ára gamalt NOVA-snapp”

  1. hakon september 5, 2016 kl. 8:53 e.h. #

    Þeta er reyndar frábær plata

  2. Bergur september 10, 2016 kl. 6:33 e.h. #

    Ótta er plata sem eldist vel, drullugóð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: