Ógeðslegasta kvikmynd sögunnar

6 Sep

salo
Sé að Svartir sunnudagar ætla að sýna átta kolsvartar myndir í prógrammi sem er kallað Svartur september. Fyrsta myndin er Saló eftir ítalska meistarann Pier Paolo Pasolini. Ég sá þessa mynd þegar ég var í Lyon 1986 og kom út úr bíóinu sveittur og titrandi því þetta er svo mikið ógeð. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að þetta sé ógeðslegasta kvikmynd sögunnar. 

Myndin er byggð á skáldsögu Marquis De Sade, 120 dagar í Sódómu, en þessi Markí De Sade er sá sem orðið Sadismi er nefnt eftir. Myndin segir frá hópi ógeðslegra nasista sem fylla kastala af ungu fólki og leika sér svo að því að pynta og niðurlægja það. Það er borðhald þar sem veisluföng eru mannaskítur, allskonar ógeðsleg atriði sem sýnd eru í nærmynd og ef ég man þetta rétt er hápunktinum náð þegar nasistarnir skafa augun úr krökkunum með skeið.

Ég held ég láti það vera að endurtaka svitann og titringinn frá 1986, og bregð mér líklega frekar á Pink Flamingos meistara John Waters, sem er vissulega ógeðsleg en með frábærum húmor. Það er eitthvað mjög djúpt á húmornum í Saló, sem gerir hana líklega svona áhrifaríka. Og ógeðslega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: