The Clash í Rvk 1980

20 Sep

Pabbi Justins Bieber var sex ára þegar ég fór á fyrstu útlendu tónleikana mína, laugardagskvöldið 21. júní 1980 (ég átti 3 og 1/2 mánuð í að verða 15 ára). Þetta var í stappaðri Laugardalshöll og Utangarðsmenn hituðu upp. Það var mikil spenna enda The Clash eitt af aðalböndunum, en við Kópavogspönkarar vorum þó fúlir af því Fræbbblunum hafði verið lofað að hita upp, en „helvítis kommafíflin“ hjá Listahátíð hætt við að leyfa þeim að spila af því textarnir voru ekki nógu mikið verkamanns eins og hjá Bubba. Valli í Fræbbblunum varð eðlilega alveg brjálaður og mætti ekki á giggið. 

clash-or
Ljósmynd náðist af mér á tónleikunum. Örin bendin á mig. Þarna eru líka Björn Gunnarsson, sem var með mér í F/8 á þessum tíma (þessi með steytta hnefann) og Ari Einarsson, gítarleikari Fræbbblanna á þessum tíma (þessi ljóshærð sem snýr með opinn munn frá sviðinu). Það eina sem ég man frá þessu giggi er að mér fannst það æðislegt og á leiðinni heim fullyrti ég við félaga mína að „maður þyrfti ekki að vera fullur til að skemmta sér“. 
clash-eg

Meira af The Clash: Nú er að koma „coming-of-age“ bíómyndin London Town þar sem Joe Strummer er í burðarhlutverki í túlkun Jonathan Rhys-Meyers (The Tudors, Dracula etc). Maður gefur þessu séns.

4 svör to “The Clash í Rvk 1980”

 1. Valgeir Kj. september 20, 2016 kl. 7:22 f.h. #

  Troðningur við sviðið og frábærir tónleikar í minningunni. Minnir að rótararnir þeirra þurftu að kippa einhverjum tónleikagestana upp svo þeir yrðu ekki undir. Ekki oft sem við fengum bönd á Klakkann nánast á toppnum á ferlinum.

  • drgunni september 20, 2016 kl. 8:13 f.h. #

   The Kinks, Led Zep, Stranglers, Clash, Human league… ö, Justin Bieber!

 2. Jóhannes Karl Sveinsson september 20, 2016 kl. 2:01 e.h. #

  Utangarðsmenn voru reyndar alsturlaðir á þessum tónleikum, með allri virðingu fyrir hinum frábæru Fræbbblum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: