Fullur jákvæðni

18 Nóv

Skemmtilegra er að tala um eitthvað gott en eitthvað lélegt. Ég er til dæmis að fara á GIMME DANGER, nýja heimildarmynd um Iggy Pop & The Stooges í kvöld, og á ekki von á öðru en að hún sé fín. Um daginn fór ég á EIGHT DAYS A WEEK, sem er ljómandi góð heimildarmynd um tónleikaferðir Bítlana. Svo hef ég verið að horfa á WESTWORLD, sem er frábær ný sjónvarpsþáttaröð um kabbojavélmenni. Þar er ef til vill velt upp spurningunni Hvað er mennskan? 

Íslenskir fjölmiðlar eru fullir af skemmtilegu, leiti maður bara. Rás 1, Gufan, er best. Þar er til dæmis LESTIN sem Anna Gyða og Eiríkur sjá um á hverjum degi. Þeim er ekkert óviðkomandi í „menningarlífinu“ og Anna tók t.d. viðtal við LEONCIE í fyrradag, sem var að sjálfssögðu skemmtilegt, enda prinsessan í ham um þessar mundir og um það bil að fara að kveðja þetta eymdarsker með stórtónleikum. LESTIN er á dagskrá á hverjum degi og alltaf skemmtileg. Vera Illugadóttir er með súpergóða þætti, Í LJÓSI SÖGUNNAR, einu sinni í viku. Alltaf fræðandi og skemmtilegt, þátturinn um smáeyjuna NÁRÚ, var t.d. alveg frábær. Saga Nárú er eins og kaldhæðnislegur harmleikur og algjört víti til varnaðar. HARMAGEDDON Frosta og Mána er langbesta froðusnakkið í dag og engin froða og varla snakk heldur. Hlusta alltaf ef ég get.

Um helgina hyggst ég heimsækja verslunina AfroZone, sem er afrísk kjörbúð í Lóuhólum. Ég mun þar komast til svörtustu Afríku og eflaust kaupa eitthvað sem ég veit ekkert hvað er, en mun ögra bragðlaukunum. Ég ætlaði að draga krakkana á Björk digital í Hörpu, en þau þverneita að koma með. Dabbi var settur í eitthvað tveggja tíma Bjarkar-prógramm í Hagaskóla og segir það leiðinlegustu tvo tímana í lífi sínu. Uppáhaldshljómsveitin hans heitir 21 Pilots og uppáhaldsstöðin er FM957. Ég er bara ekkert að skipta mér að því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: